mánudagur, 30. júlí 2007

Lundabaggar í Laka 2007

Kæru Lundabaggar.
Nú er sumarferð okkar að þessu sinni lokið. Við ræddum um að finna leið til að halda utan um ferðirnar okkar á netinu. Hér kemur ein tilraun, sem ég er reyndar ekki alveg viss um að sé sú rétta. En, á meðan ekkert betra er í boði, getum við ef til vill nýtt okkur bloggið?

Stutt ferðasaga. Lundabaggar í Laka sumarið 2007.
Ferðin að þessu sinni hófst fimmtudaginn 26. júlí og stóð fram á sunnudag 29. júlí. Fararstjórar voru Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson. Fyrsta daginn gengum við KAMBAGÖNGU sem tók okkur um 7 tíma og vegalengdin var 16 km. Hluti hópsins gekk ekki alla leið og sneri við eftir að útsýnispunkti þar sem horft var til Fögrufjalla var náð og fóru þannig tæplega 10 km. Gangan var skemmtileg og ekki erfið. Þessar slóðir eru mjög fáfarnar en mjög vel fallnar til dagsgöngu, aðeins einn lækur til að vaða yfir og ekki mikil hækkun. Auk þess er útsýni til fagurra fjalla aðeins til að njóta.


Annan daginn gengum við á Laka. Þrátt fyrir þungbúinn himinn og þoku komumst við á toppinn og nutum útsýnisins.


Að Lakagöngu lokinni skoðuðum Tjarnargíg sem skartaði sínu fegursta.Að lokum gengum við að gervigígjunum norðan við Blæng. Gervigígjarnir eru mjög sérstakir og ekki nema um klukkustundargangur að þeim.

Þriðja og síðasta daginn gengum við yfir að fossum í Hverfisfljóti. Hverfisfljót er jökulá og þarna leynast miklir fossar með tilheyrandi dyn. Rétt fyrir ofan girðingu í hrauninu er slóði sem auðvelt er að ganga og kemur maður þá að fossunum að neðanverðu.
Og meira er það ekki í bili. Þið getið sett inn "comment" og bætt inn myndum og texta. Það verður gaman að sjá hvernig okkur gengur að nota þessa tækni til að skapa okkur okkar eiginn vef. Með kveðju, Þóra


2 ummæli:

Guðmundur Páll Ásgeirsson sagði...

Heil og sæl og takk fyrir frábæra ferð. Ég setti myndaröð inn á flicr.com: http://www.flickr.com/photos/gpall/sets/72157601109398436/
Bestu kvejður.
Guðm. Páll

Nafnlaus sagði...

parf ad athuga:)